Sögur okkar hinsegin fólks af því að koma út úr skápnum eru eins misjafnar og þær eru margar, og leiðin út er ekki alltaf greið. Þessi þáttur er tileinkaður því að koma út úr skápnum, en í honum segir Felix Bergsson sögu sína af því að koma út eftir að hafa lengi vel reynt að lifa í hinu gagnkynhneigða normi. Lífið í felum var ekki dans á rósum eins og Felix segir hlustendum frá á sinn einlæga hátt.